460 milljóna samningur um snjóflóðavarnir

460 milljóna samningur um snjóflóðavarnir Samið hefur verið við Ferro Zink á Akureyri um gerð snjóflóðavarna úr stáli fyrir ofan byggðina á Siglufirði.

Fréttir

460 milljóna samningur um snjóflóðavarnir

Ferro Zink er einn stærsti innflytjandi stáls til Íslands og hefur komið að öllum snjóflóðavörnum hér á landi í tæpa tvo áratugi. „Öll slík verk eru boðin út og við höfum jafnan átt besta tilboðið,“ segir Steinar Magnússon, framleiðslustjóri fyrirtækisins við Akureyri.net. Steinar nefnir framkvæmdir í Neskaupstað, Ólafsvík, á Ísafirði og Patreksfirði, auk Siglufjarðar. Það eru Ríkiskaup sem bjóða verkið út fyrir hönd Ofanflóðasjóðs.

Að sögn Reynis B. Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Ferro Zink, er samningurinn nú upp á 460 milljónir króna en Ferro Zink hefur unnið að snjóflóðavörnum fyrir alls um tvo milljarða.

Fyrirtækið hefur í mörg ár verið í samstarfi við sérfræðinga í Austurríki og á Ítalíu, sem sérhæfa sig í slíkum snjóflóðavörnum. Alls verða notuð 1.000 tonn af stáli í stoðvirkin, eins og varnirnir eru nefndar, sem sett verða upp ofan byggðarinnar á Siglufirði; það er ekkert smáræði enda kemur efnið til landsins í 50 stórum gámum. Stálgrindurnar eru smíðaðar ytra en ryðvarðar – galvaníseraðar, eins og það er kallað – hjá Ferro Zink á Akureyri.

https://www.akureyri.net/is/frettir/460-milljona-samningur-um-snjoflodavarnir


Svæði

Árstíg 6  |  600 Akureyri
Sími 460 1500  |  Fax 460 1501 
Álfhellu 12 - 14  |  221 Hafnarfirði
Sími 533 5700  |  Fax 533 5705 
ferrozink@ferrozink.is    
kt.460289-1309 | vsk. 499