460 milljóna samningur um snjóflóđavarnir

460 milljóna samningur um snjóflóđavarnir Samiđ hefur veriđ viđ Ferro Zink á Akureyri um gerđ snjóflóđavarna úr stáli fyrir ofan byggđina á Siglufirđi.

Fréttir

460 milljóna samningur um snjóflóđavarnir

Ferro Zink er einn stćrsti innflytjandi stáls til Íslands og hefur komiđ ađ öllum snjóflóđavörnum hér á landi í tćpa tvo áratugi. „Öll slík verk eru bođin út og viđ höfum jafnan átt besta tilbođiđ,“ segir Steinar Magnússon, framleiđslustjóri fyrirtćkisins viđ Akureyri.net. Steinar nefnir framkvćmdir í Neskaupstađ, Ólafsvík, á Ísafirđi og Patreksfirđi, auk Siglufjarđar. Ţađ eru Ríkiskaup sem bjóđa verkiđ út fyrir hönd Ofanflóđasjóđs.

Ađ sögn Reynis B. Eiríkssonar, framkvćmdastjóra Ferro Zink, er samningurinn nú upp á 460 milljónir króna en Ferro Zink hefur unniđ ađ snjóflóđavörnum fyrir alls um tvo milljarđa.

Fyrirtćkiđ hefur í mörg ár veriđ í samstarfi viđ sérfrćđinga í Austurríki og á Ítalíu, sem sérhćfa sig í slíkum snjóflóđavörnum. Alls verđa notuđ 1.000 tonn af stáli í stođvirkin, eins og varnirnir eru nefndar, sem sett verđa upp ofan byggđarinnar á Siglufirđi; ţađ er ekkert smárćđi enda kemur efniđ til landsins í 50 stórum gámum. Stálgrindurnar eru smíđađar ytra en ryđvarđar – galvaníserađar, eins og ţađ er kallađ – hjá Ferro Zink á Akureyri.

https://www.akureyri.net/is/frettir/460-milljona-samningur-um-snjoflodavarnir


Svćđi

Árstíg 6  |  600 Akureyri
Sími 460 1500  |  Fax 460 1501 
Álfhellu 12 - 14  |  221 Hafnarfirđi
Sími 533 5700  |  Fax 533 5705 
ferrozink@ferrozink.is    
kt.460289-1309 | vsk. 499