Saga fyrirtækisins

Sandblástur og Málmhúðun sf var stofnað á Akureyri í febrúar árið 1960 af bræðrunum Jóhanni og Aðalgeiri Guðmundssonum. Fyrstu árin var fyrirtækið til

Saga fyrirtækisins

Sandblástur og Málmhúðun sf var stofnað á Akureyri í febrúar árið 1960 af bræðrunum Jóhanni og Aðalgeiri Guðmundssonum. Fyrstu árin var fyrirtækið til húsa í gömlum leigubragga við Sjávargötu og voru starfsmennirnir tveir.  Á  meðan fyrirtækið var þar, var sandblástur og sprautu-zinkhúðun aðalstarfsemi þess, og er þaðan komið upphaflegt nafn þess. 
  
Árið 1965 var flutt í nýtt húsnæði við Árstíg 6 þar sem fyrirtækið er staðsett enn þann dag í dag. Eftir flutningana var járnsmíði bætt við starfsemina og var smíði ljósastaura stærsti hluti smíðinnar, sem enn er stór hluti af starfsemi fyrirtækisins. Áfram hélt uppbygging fyrirtækisins. Árið 1972 var húsnæðið stækkað um helming, með byggingu kerskála þar sem heitzinkhúðun fer fram og var sú bygging stækkuð 1988. 

Innflutningur á stáli var hafinn árið 1989 og skömmu síðar var byggt lagerhúsnæði og nýr sandblástursklefi á lóðinni. Lagerhúsnæðið var síðan stækkað um helming árið 1998, og fór þar fram heildsala og smásala með stál og ýmsar vörur tengdar málmiðnaði. Með kaupum á Íþróttaskemmunni árið 1999,  sem stóð á aðliggjandi lóð, bættist enn frekar við reksturinn  verlsun með rekstrarvörur, og auk verslunar og lagers fyrir ál og ryðfrítt stál var þar innréttuð núverandi aðalskrifstofa fyrirtækisins.  
                                                                                                     
Árið 1991 stofnuðu eigendurnir í samvinnu við aðra aðila heilsölufyrirtækið Ferro Zink hf í Hafnarfirði, sem frá byrjun einbeitti sér að innflutningi og sölu á stáli á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið Damstahl hf var keypt og sameinað rekstri Ferro Zink hf árið 2001. Eftir að Ferro Zink hf var að fullu komið í eigu Sandblásturs og Málmhúðunar hf voru fyrirtækin sameinuð í ársbyrjun 2008 undir nafninu Ferro Zink hf. 

Í dag fer starfsemin á Akureyri fram í 3.500 fermetra húsnæði á 20.000 fermetra lóð að Árstíg 6, og í Hafnarfirði fer starfsemin fram í 2.500 fermetra húsnæði á 10.000 fermetra lóð að Álfhellu 12-14 þangað sem starfsemin  var flutt í ársbyrjun 2009. 

Í febrúar 2010 er starfsemi fyrirtæksins orðin 50 ára. Fyrirtækið hefur á þessum langa tíma vaxið og dafnað, og hefur fjöldi starfsmanna aukist frá frumkvöðlunum tveimur við stofnun þess í rúmlega fimmtíu starfsmenn nú 50 árum síðar. Hefur það ávallt haldið tryggð við uppruna sinn og byggir rekstur þess í dag enn á þeim traustu undirstoðum sem reistar voru á fyrstu árum þess. Fyrirtækið hefu ávallt einbeitt sér að því að veita málmiðnaðarfyrirtækjum og öðrum iðngreinum sem besta og fjölbreyttasta þjónustu. Tryggðin við uppruna sinn og  upphaflegar áherslur  kemur glögglega fram í blaðagrein frá 1960 um stofnun fyrirtækisins sem nú 50 árum síðar er enn í fullu gildi, en þar stendur orðrétt: 
  
„Styður margar iðngreinar.                  
Sandblástur og málhúðun kemur mjög mörgum iðngreinum að notum og er af þeirri ástæðu fagnaðarefni. En einnig er vonandi að hið nýja fyrirtæki verði eigendum sínum hið happasælasta.“

Svæði

Árstíg 6  |  600 Akureyri
Sími 460 1500  |  Fax 460 1501 
Álfhellu 12 - 14  |  221 Hafnarfirði
Sími 533 5700  |  Fax 533 5705 
ferrozink@ferrozink.is    
kt.460289-1309 | vsk. 499