Fara í efni

Skilmálar

Skilmálar vefverslunar Ferro Zink hf

Almennt
Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru í gegnum vefverslun Ferro Zink hf., kt. 460289-1309 (hér eftir „seljandi“).

Vörur og verð
Pöntun á vöru í vefverslun er staðfest þegar kaupandi hefur fengið tölvupóst þess efnis.
Ef vara er af einhverjum ástæðum ekki til, verður haft samband við kaupanda.
Upplýsingar um eiginleika þeirrar vöru sem keypt er í vefverslun má nálgast á vefsíðunni.
Heildarverð vöru kemur fram í pöntun og eru öll verð með virðisaukaskatti.
Sendingarkostnaður getur bæst við, þar sem það á við , upplýsingar um það koma fram í pöntun, áður en greiðsla er framkvæmd.
Verð í vefverslun geta verið önnur en í verslunum seljenda.
Þannig geta verið fáanleg tilboð í vefverslun sem ekki eru fáanleg í verslunum seljanda.

Greiðsla
Greiða má fyrir vörur í vefverslun með greiðslukortum, Netgíró, Aur og Pei og eru greiðslur framkvæmdar í gegnum öruggar vefsíður framangreinda fyrirtækja.
Seljandi geymir í engum tilvikum upplýsingar um greiðslukort kaupanda.
Skilmálar greiðslufyrirtækjana gilda um greiðsluna.

Afhending
Kaupandi getur valið hvar vara er afhent og gerir það áður en gengið er frá greiðslu í vefverslun.
Kaupandi getur valið um að sækja vöru í verslanir seljanda eða sendingu.
Ef valið er að sækja pöntun í verslun seljanda fær kaupandi upplýsingar um afhendingartíma í tölvupósti.
Seljandi ber ekki ábyrgð á seinkun á afgreiðslu eða afhendingu í verslun vegna atburða sem seljandi getur ekki haft áhrif á.
Kostnaður við sendingu kemur fram í pöntun áður en greiðsla er framkvæmd.
Velji kaupandi að fá vöru senda, gilda ábyrgðar og flutningsskilmálar viðkomandi flutningsaðila.

Skila og endurgreiðsluréttur
Kaupandi hefur 14 daga frá afhendingu til að hætta við kaup á vöru sem keypt er í vefverslun, gegn framvísun sölunótu og að því gefnu að vara sé ónotuð, í órofnum, upprunalegum umbúðum og með öllum fylgihlutum.
Tilkynning þarf að berast seljanda innan 14 daga frá því tímamarki er kaupandi fékk vöruna afhenta.
Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt eftir að vara er móttekin.
Flutnings og póstburðargjöld eru þó í engum tilvikum endurgreidd.
Kostnaður við skil er á ábyrgð og kostnað kaupanda.
Kjósi kaupandi að skila vöru, getur hann tilkynnt seljanda um það með því að senda á tölvupóst á vefverslun@ferrozink.is.

Ábyrgð og galli
Um réttindi kaupanda hvað varðar gallaðar vörur og ábyrgð seljanda, vísast til almennra laga nr 50/2000 um lausafjárkaup.

Annað
Um skilmála þessa gilda íslensk lög og skal ágreiningur vegna þeirra rekinn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Um meðferð seljanda á persónuupplýsingum kaupanda í tengslum við kaup á vöru í vefverslun fer eftir því sem segir í persónuverndarstefnu seljanda.
Hægt er að hafa samband við seljanda í gegnum netfangið vefverslun@ferrizink.is eða í síma 4601500.
Heimilsfang seljanda er Árstígur 6, 600 Akureyri.
Allt efni á vefsvæði Ferro Zink hf s.s. texti, grafík, lógó og myndir eru eign Ferro Zink hf.
Önnur notkun, t.d. afritun, breytingar, dreifing, sending, endurdreifing eða önnur notkun er óleyfileg nema með skriflegu leyfi frá Ferro Zink hf