Fara í efni

Almennir viðskiptaskilmálar Ferro Zink ehf.

Almennir viðskiptaskilmálar Ferro Zink ehf.

1. Almenn ákvæði
Þessir skilmálar gilda um alla sölu og afhendingu á vörum og þjónustu frá Ferro Zink ehf.
Með því að leggja inn pöntun samþykkir viðskiptavinur þessa skilmála. Eldri útgáfur skilmála falla úr gildi þegar nýir taka við.

2. Pantanir og samningar
- Pöntun telst gild þegar Ferro Zink ehf. hefur staðfest hana skriflega eða rafrænt.
- Rafræn staðfesting, svo sem með tölvupósti eða í gegnum rafrænt pöntunarkerfi, telst jafngild undirskrift samnings.
- Ferro Zink ehf. áskilur sér rétt til að hafna pöntun ef vara er ekki til eða aðrar ástæður liggja fyrir.
- Tilboð gilda í 7 daga nema annað sé tekið fram.

3. Verð og greiðsluskilmálar
- Öll verð eru tilgreind með eða án virðisaukaskatts, eftir því sem við á.
- Við vanskil reiknast dráttarvextir og innheimtukostnaður samkvæmt gildandi lögum.
- Viðskiptavinur getur sótt um reikningsviðskipti, sem eru háð samþykki Ferro Zink ehf. og lánshæfismati.

4. Afhending og flutningur
- Afhending fer fram samkvæmt samkomulagi aðila.
- Viðskiptavinur ber ábyrgð á flutningskostnaði nema annað hafi verið sérstaklega ákveðið.
- Sé samið um annan afhendingarstað en hjá seljanda flyst áhættan yfir til kaupanda sé varan afhent á umsömdum tíma og stað í samráði við kaupanda.
- Ef tafir verða á afhendingu er viðskiptavini tilkynnt um það eins fljótt og auðið er.

5. Skil og kvartanir
- Viðskiptavinur skal skoða vöruna strax við móttöku.
- Tilkynning um galla skal berast innan 7 daga frá afhendingu, en ef um flóknar eða samsettar vörur er að ræða má tilkynna innan 14 daga.
- Skil eru aðeins heimil ef samið hefur verið sérstaklega um það. Vara þarf að vera ónotuð, í upprunalegum umbúðum og góðu söluhæfu ástandi.
- Sérpantanir og sérvinnsla falla ekki undir skilarétt.
- Skil á vörum gefa rétt til inneignarnótu nema sérstaklega sé samið um endurgreiðslu.

6. Söluveð (eignarréttarfyrirvari)
Allar vörur seldar af Ferro Zink ehf. eru seldar með eignarréttarfyrirvara.
Vörurnar eru eign Ferro Zink ehf. uns kaupverð hefur verið greitt að fullu ásamt vöxtum og kostnaði eftir því sem við á.

7. Gæði og ábyrgð
- Vörur og þjónusta Ferro Zink ehf. skulu vera í samræmi við gæðakröfur og gildandi lög.
- Ef galli kemur í ljós innan ábyrgðartíma skal viðskiptavinur tilkynna það án tafar.
- Hámarksábyrgð Ferro Zink ehf. er takmörkuð við kaupverð vörunnar.
- Ferro Zink ehf. ber ekki ábyrgð á afleiddu tjóni, svo sem rekstrartapi, tapaðri framlegð, sparnaði eða öðrum fjárhagslegum ávinningi.
- Kvörtun vegna galla þarf að berast innan 7 daga frá afhendingu, annars fellur réttur til kröfu niður.

8. Umhverfi og samfélagsleg ábyrgð
- Ferro Zink ehf. skuldbindur sig, og krefst þess sama af birgjum sínum, að starfa á ábyrgan og umhverfisvænan hátt.
- Lögð er áhersla á að draga úr úrgangi, hvetja til endurnýtingar og fylgja öllum viðeigandi umhverfisreglugerðum.

9. Trúnaður og persónuvernd
- Öll persónuupplýsingar eru unnar í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf (GDPR).
- Trúnaðarupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila án skriflegs samþykkis viðskiptavinar.

10. Geymsla fullunninna vara
- Afhendingarskylda viðskiptavinar: Viðskiptavinur skal sækja eða tryggja afhendingu á fullunninni vöru innan 15 daga frá tilkynningu um að verkið sé lokið, nema annað hafi verið sérstaklega samið.
- Hámarksgeymslutími: Sé vara er ekki sótt innan 15 daga áskilur Ferro Zink ehf. sér rétt til að hefja gjaldtöku fyrir geymslu. Hámarksgeymslutími er 90 dagar frá lokum verks, nema skriflega sé samið um annað.
- Geymslugjald: Fyrir hvern dag umfram fyrstu 15 dagana reiknast geymslugjald að fjárhæð 10 kr./kg. á dag án vsk..
- Að hámarksgeymslutíma liðnum, 90 dögum frá lokum verks er Ferro Zink ehf. heimilt að ráðstafa vörunni að eigin frumkvæði, þar með talið með förgun eða endursölu, án frekari ábyrgðar. Viðskiptavinur ber áfram fulla greiðsluskyldu vegna vinnu og uppsafnaðra geymslugjalda.

11. Force majeure
Ferro Zink ehf. ber ekki ábyrgð á drætti eða tjóni sem rekja má til óviðráðanlegra atvika, þar á meðal en ekki takmarkað við: náttúruhamfarir, eldsvoða, stríð, verkföll, heimsfaraldra, innflutnings- eða útflutningstakmarkanir og flutningstruflanir.

12. Ágreiningsmál
- Komi upp ágreiningur skal leitast við að leysa hann með samningaviðræðum.
- Náist ekki samkomulag skal málið rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra samkvæmt íslenskum lögum.

13. Gildistaka og breytingar
Skilmálarnir taka gildi 4.11.2025 og gilda þar til nýir skilmálar koma í staðinn.
Ferro Zink ehf. áskilur sér rétt til að endurskoða og breyta skilmálum með hæfilegum fyrirvara.