Ferro Zink HF er markaðsdrifið þjónustufyritæki með mjög yfirgripsmikla þjónustu á mörgum sviðum. - þjónustudeildir fyritækisins eru:
Stálsala: Allt til stáliðnaðar ásamt öflugri sérpantanaþjónustu. – Stál svart og ryðfrítt, ál, Plastplötur og öxlar, fittings svartur og ryðfrír, flangsar, lokar og kragar.
Framleiðsludeild/smiðja : í fyrirtækinu eru framleiddar vörur s.s. ljósastaurar, gámabrýr, snúrustaurar, öryggisgirðingar, götuskilti, möstur, staurafestingar (laskar), skiltafestingar, ristar og þrep, stigakjálkar, hlið, hestagerði og fleira
.
Verslun : Í verslunum á Akureyri og Hafnarfirði erum við með alhliða vöruúrval tengt stáliðnaðinum, s.s. stálbolta, fatnað, öryggisvörur s.s. hjálma, gleraugu og rykgrímur, suðu-og slípivörur, legur, reimar, vettlinga, makita handverkfæri, verkfæri s.s. lykla, tangir, klippur, skrúfbita-og lyklasett, bora, málbönd o.fl mælivörur, rafsuðuvír (pinnavír, rúlluvír, logsuðu-og tigsuðuvír), vasa-og höfuðljós, sérpantanir.
Húðun : Zinkhúðun og smiðja vinna mjög náið saman þar sem nánast allar okkar framleiðsluvörur eru zinkhúðaðar eftir smíði. Einnig tekur húðun við stáli frá einstaklingum og fyritækjum í zinkhúðun og eru skipulagðar ferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur til að þjónusta viðskiptavini.
Stállagerar : Stállagerar eru staðsettir á Akureyri og í Hafnarfirði og þjónusta viðskiptavini okkar með afgreiðslu á stáli , niðursögun og klippingu á efni ásamt útkeyrslu.
Sandblástur : Á Akureyri er sandblástursklefi og er tekið við efni frá viðskipavinum í sandblástur.