Erum með snjógildrur sem bæði er hægt að festa á hábáru og í lágbáru. Miðað er við að bil á milli festinga sé um 40cm. Við mælum með að nota límkítti og skrúfa svo með þakskrúfum. Rörin í snjógildrunum eru 3/4” heitzinkuð vatnsrör og eru í 6m lengdum á lager